Sigrún Björk Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson

Skapti Hallgrímsson

Sigrún Björk Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson

Kaupa Í körfu

SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tekur við starfi bæjarstjóra á Akureyri af Kristjáni Þór Júlíussyni á fyrsta fundi bæjarstjórnar á næsta ári, 9. janúar. Kristján Þór, sem gegnt hefur starfinu í tæpan áratug, er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi og sest á þing í vor. Kristján Þór og Sigrún Björk hafa raunar sætaskipti 9. janúar því Kristján verður forseti bæjarstjórnar, en var ekki tilbúinn í gær að segja hve lengi. Sagði þó vel koma til greina að vera bæjarfulltrúi samhliða þingmennsku. MYNDATEXTI: Stjórar Stjórar Sigrún Björk Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson í gær. "Ég hef reynt að vera heiðarleg og trú sjálfri mér og hef ekki verið í neinum blekkingarleik um það sem ég stend fyrir."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar