Dýrið í mér

Steinunn Ásmundsdóttir

Dýrið í mér

Kaupa Í körfu

Listalífið á Austurlandi er öflugt," segir Svandís Egilsdóttir myndlistarmaður. Hún nefnir Seyðisfjörð sem dæmi, ásamt metnaðarfullum sýningum, leikhúsi og tónleikum á Austurlandi undanfarin ár, m.a. kvikmyndahátíðina 700 IS og sýningu fransk/japanska Pokkowa-Pa-leikhússins. "Listalífið hefur ekki verið njörvað niður í fast og harðlokað kerfi. Það er sem óharðnaður leir sem unnt er að móta í hvað sem er. Áhugasamt fólk getur því lagt fram hugmyndir og uppskorið stuðning og jákvæðni í sinn garð." MYNDATEXTI: Kraftur - Fjöldi fólks sótti sýninguna Dýrið í mér á Egilsstöðum um helgina, þar sem sjö listamenn sýndu í gamalli frystigeymslu aflagðs sláturhúss.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar