Óveður í Mýrdal

Jónas Erlendsson

Óveður í Mýrdal

Kaupa Í körfu

ÓVEÐUR var víða um land í gær og slæmt ferðaveður. Afspyrnu vont veður var í Mýrdalnum og var björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal kölluð til hjálpar þegar þakið á Hótel Dyrhólaey fór að losna. Hótelið er í Mýrdalnum, um sjö km vestur af Vík. Alls fóru fjórtán liðsmenn björgunarsveitarinnar á vettvang og tókst þeim að koma böndum á þakið, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ofsahryðjur á Steinum Á Steinum undir Eyjafjöllum er sjálfritandi veðurstöð og samkvæmt henni var þar mikið hvassviðri síðdegis í gær og sló snarpasta hviðan í 58 m/s. Þrír rafmagnsstaurar brotnuðu við Þorvaldseyri og fór rafmagn af þar fyrir austan um tíma. Vararafstöð í Vík í Mýrdal var gangsett til að bæta úr rafmagnsleysinu. Sigurjón Pálsson, bóndi á Steinum, sagði veðrið hafa verið mjög hart. MYNDATEXTI: Stormur - Björgunarsveitarmenn úr Víkverja í Vík búnir að festa niður þakið á Hótel Dyrhólaey í Mýrdal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar