Heimsmálið fótbolti

Eyþór Árnason

Heimsmálið fótbolti

Kaupa Í körfu

GOETHE-STOFNUNIN og þýska sendiráðið í Reykjavík buðu til athafnar í Borgarleikhúsinu vegna byrjunar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Þýskalandi á föstudaginn. Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, opnaði ljósmyndasýninguna "Heimsmálið fótbolti" og að því loknu var opnunarleikur HM á milli Þýskalands og Kosta Ríka sýndur beint á Litla sviði leikhússins. Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn lögðu leið sína í Borgarleikhúsið til að berja dýrðina augum. MYNDATEXTI Töluverður fjöldi lagði leið sína í Borgarleikhúsið til að sjá á flennistóru tjaldi þegar lið Þýskalands og Kosta Ríka tókust á.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar