Brian Jonestown Massacre á NASA

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Brian Jonestown Massacre á NASA

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar getum notið þess að sjá hljómsveit á borð við The Brian Jonestown Massacre spila hér á landi. Á miðvikudagskvöldið var það þó reyndin og var skemmtilegt að sjá hvern svartklædda rokkarann á fætur öðrum brosa og gleðjast eins og jólin væru komin. Jakobínarína byrjaði að spila þegar klukkan var farin að ganga tíu, hún stóð sig afskaplega vel og lék á als oddi. Singapore Sling tók við af þeim og verð ég að segja að það var sérlega gaman að sjá sveitina spila. Hljómsveitin er orðin ótrúlega vel æfð, hún hefur náð því að samhæfa sig á mun betri hátt en hún gerði áður án þess að glata þeim einkennum sem gera hana að hinum alræmda Sling-flokki. MYNDATEXTI: BJM - Rokkaraheitin geisluðu af meðlimum Brian Jonestown Massacre og tónleikagestir tóku vel undir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar