Háskólakapellan vígð

Háskólakapellan vígð

Kaupa Í körfu

Í GÆR fór fram fram hátíðarathöfn í kapellu Háskóla Íslands eftir gagngera endurnýjun hennar en biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, söng af því tilefni messu í kapellunni. Organisti var Hörður Áskelsson söngmálastjóri og Kvennakór Háskóla Íslands undir stjórn Margrétar Bóasdóttur leiddi safnaðarsöng. Háskólakapellan var vígð sunnudaginn 16. júní árið 1940, daginn áður en háskólabyggingin var vígð og raunar hófst sjálf vígsluathöfn háskólabyggingarinnar með guðsþjónustu í kapellunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar