Jólasíld - Karl Petersson

Brynjar Gauti

Jólasíld - Karl Petersson

Kaupa Í körfu

Sænskt jólahlaðborð svignar af heimagerðum krásum sem fjölskyldan hjálpast öll að við að matbúa. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hitti Karl Petersson og skálaði við hann í sænskum jólasnafsi. Góður matur og samvera honum tengd eru lykilatriði á jólunum í huga sænska matgæðingsins og ljósmyndarans Karls Peterssons sem búið hefur hér á landi í rúm sex ár. Sænska jólahlaðborðið svignar af krásum á borð við jólaskinku, heimagerða lifrarkæfu, kjötbollur, kartöfluréttinn Jansons fristelse, Dopp i grytan að ógleymdri síldinni og jólasnafsinum. MYNDATEXTI: Laukur og lárviðarlauf eru meðal innihaldsefna í sænsku glermeistarasíldinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar