Björg Randversdóttir gerir laufabrauð

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Björg Randversdóttir gerir laufabrauð

Kaupa Í körfu

Laufabrauðsgerð er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi. Flestir borða það með jólahangikjötinu en síðan eru aðrir sem hafa það á boðstólum alla jólahátíðina og með öllum mat. Björg Randversdóttir er ættuð að norðan og lærði laufabrauðsgerðina af mömmu sinni. Til jólahaldsins var oft slátrað kind á fyrri öldum og höfð kjötsúpa á aðfangadagskvöld. Hangiket var einnig fastur jólamatur en rjúpur upphaflega fátækrafæði. Vegna korneklu voru grautar og brauðmeti þó mesta nýnæmið eins og við önnur hátíðabrigði á fyrri öldum, þar á meðal laufabrauðið sem áður virðist útbreitt um allt land en einkum fyrir norðan og norðaustan eftir miðja 19. öld. MYNDATEXTI: Byrjuð að undirbúa jólahaldið - "Mömmu var mikið í mun að allir borðuð laufabrauðið enda búin að hafa mikið fyrir því. En eftir að ég gifti mig og fjölskyldur okkar fóru að halda jólin saman þá voru það ekki allir sem voru vanir því að borða laufabrauð með hangikjötinu og ég man að mamma átti erfitt með að sætta sig við það."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar