Kjötkrókur fimmtugur

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Kjötkrókur fimmtugur

Kaupa Í körfu

SKÚLI Lorenzson, miðill á Akureyri, fagnar um þessar mundir hálfrar aldar starfsafmæli. Reyndar ekki sem miðill heldur afleysingajólasveinn, ef svo má að orði komast. Hann hefur nefnilega allan þennan tíma hlaupið í skarðið ef alvöru Kjötkrókur hefur verið vant við látinn og óhætt er að segja að Skúli hafi ekki brugðist í hlutverkinu. Ingvar Sigurðsson, markaðsstjóri Norðlenska, færði þeim Skúla og Kjötkróki hangikjötslæri að gjöf í gær í tilefni tímamótanna en þeir vinirnir eru frægir, að minnsta kosti í Eyjafirði, fyrir að gefa fólki að smakka hangikjet í tíma og ótíma í desember og Kjötiðnaðarstöð KEA, nú Norðlenska, ku hafa gaukað að þeim einu og einu læri í gegnum árin; að minnsta kosti öðrum þeirra. MYNDATEXTI Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Kjötkrókur eða Skúli Lorenzson með lærið í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar