Sandra Björk Ólafsdóttir og Andri Páll Einarsson

Sigurður Elvar

Sandra Björk Ólafsdóttir og Andri Páll Einarsson

Kaupa Í körfu

SANDRA Björk Ólafsdóttir og sonur hennar, Andri Páll Einarsson, léku sér í blíðviðrinu á Langasandi á Akranesi í gær þegar Morgunblaðið tók þau tali. Sandra og Andri hafa staðið í ströngu undanfarin ár vegna fjölda skurðaðgerða sem hinn fjögurra ára gamli drengur hefur nauðsynlega þurft að fara í. Forsvarsmenn verslunarinnar Kaskó veittu Söndru og Andra veglega peningastyrk s.l. föstudag í tilefni þess að ný verslun var opnuð á Akranesi. Sandra segir að styrkurinn komi sér vel. "Við erum bæði með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og Andri hefur farið í margar aðgerðir á undanförnum árum og ég hef því verið mikið frá vinnu," segir Sandra. MYNDATEXTI: Jákvæð - Andri Páll Einarsson og Sandra Björk Ólafsdóttir hafa oft ástæðu til þess að brosa þrátt fyrir að á móti blási í lífi þeirra af og til. Andri er fjögurra ára en hann hefur farið í fjölmargar aðgerðir á undanförnum árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar