Unglingar og eldra fólk spjallar í Norðurbrún

Brynjar Gauti

Unglingar og eldra fólk spjallar í Norðurbrún

Kaupa Í körfu

Unglingar og eldri borgarar hittast í umræðutímum og spjalla saman um gamla tímann og nútímann. Hver hópur, sem í eru þrír eldri borgarar og þrír áttundu bekkingar, hittist þrisvar sinnum til að spjalla saman um gamla tímann og nútímann undir yfirskriftinni "Kynslóðir mætast". Þetta hafa verið mjög skemmtilegar stundir og því má fastlega gera ráð fyrir að framhald verði á," segir Bergþóra Gísladóttir, kennsluráðgjafi hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, en hún hefur að undanförnu leitt umræðuhópa, þar sem unglingum og eldri borgurum er teflt saman. MYNDATEXTI Samræður Standandi frá vinstri, Bergþóra Gísladóttir, hópstjóri, Björg Þorsteinsdóttir, Ólafur Diðriksson og Kristján Orri Jóhannsson. Sitjandi frá vinstri: Guðný Vilhjálmsdóttir, Sigurborg Hjaltadóttir, Anna Guðbjörnsdóttir og Hera Guðlaugsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar