Háhyrningar við Óshlíð

Halldór Sveinbjörnsson

Háhyrningar við Óshlíð

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var ótrúleg sjón sem blasti við Ísfirðingum í gærmorgun þegar háhyrningavaða var að veiða æðarkollur sér til matar skammt undan landi. Háhyrningarnir voru að leika sér að sel í fjöruborðinu þegar ljósmyndari kom auga á þá, en selurinn slapp særður í land. Þá sneru háhyrningarnir sér að æðarkollunum og tíndu þær upp eina af annarri. Hvalirnir gengu skipulega til verks, köfuðu undir kollurnar þegar þeir höfðu komið auga á þær og gleyptu þær. Á myndinni má sjá einn háhyrninginn með kollu á nefinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar