Morgunverðarfundur um erlent vinnuafl

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Morgunverðarfundur um erlent vinnuafl

Kaupa Í körfu

ÝMIS vandamál eru óleyst varðandi skattalega stöðu erlendra starfsmanna sem hingað koma og regluverkið er óskýrt. Einnig er óljóst hvaða stofnun svarar til um skyldu til framlaga í lífeyrissjóði af launum erlendra starfsmanna og þeirri spurningu er ekki auðsvarað hver beri ábyrgð á að halda eftir staðgreiðslu og greiða tryggingagjald. Þetta kom fram í máli Páls Jóhannessonar, forstöðumanns á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, á morgunverðarfundi Deloitte og Viðskiptaráðs Íslands í gær um erlent vinnuafl á Íslandi. MYNDATEXTI: Óleyst - Ýmis vandamál eru óleyst varðandi skattalega stöðu erlendra starfsmanna sem hingað koma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar