Konur í Léttsveit Reykjavíkur

Konur í Léttsveit Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Þær taka á móti Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur klæddar rauðum svuntum, jólatónar fylla loftið í raðhúsi í Fossvoginum þar sem borðstofuborðið svignar undan eftirréttum sem sóma sér vel á hvaða jólaborði sem er. Konurnar í Léttsveit Reykjavíkur eru búnar að æfa jólalögin fyrir jólatónleikana frá því í október svo þær eru löngu komnar í jólaskap. Þær syngja bæði hefðbundin jólalög og eitthvað gætir líka kúbanskra áhrifa á tónleikunum, sem verða í Langholtskirkju 7. og 9. desember, því þangað lögðu þær leið sína á árinu. MYNDATEXTI: Söngfuglarnir í Léttsveit Reykjavíkur: Sigrún Birgisdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Herdís Eiríksdóttir, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir og Freyja Önundardóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar