Jón Baldvin tekur við slóvenskri orðu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jón Baldvin tekur við slóvenskri orðu

Kaupa Í körfu

JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var í gær sæmdur gullorðu slóvenska lýðveldisins fyrir störf á vettvangi alþjóðamála. Rudolf Gabrovec, sendiherra Slóveníu á Íslandi, sæmdi Jón Baldvin orðunni við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu. Fimmtán ár verða liðin 19. desember nk. frá því að Ísland, fyrst vestrænna ríkja, viðurkenndi sjálfstæði Slóveníu og lýsti sig reiðubúið að taka upp stjórnmálasamband við hið nýstofnaða ríki. Jón Baldvin Hannibalsson var þá utanríkisráðherra. Í þakkarræðu sinni í gær skýrði Jón Baldvin frá því að hann hefði átt miklar viðræður við ríkisstjórn Austurríkis um þetta mál og ekki síst ráðherrann Wolfgang Schüssel, sem síðar varð kanslari Austurríkis. Einnig ræddi Jón Baldvin þetta við Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, sem var mikill áhugamaður um sjálfstæði Slóveníu og hvatti til þess að Íslendingar veittu Slóvenum viðurkenningu MYNDATEXTI Viðurkenning Jón Baldvin Hannibalsson veitti viðtöku slóvensku gullorðunni úr hendi Rudolfs Gabrovec, sendiherra Slóveníu á Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar