Jólakerti

Jólakerti

Kaupa Í körfu

Lítil kerti sem ekki eru ljós - heldur fyrst og fremst gleðigjafar eru ómissandi hluti jólaundirbúnings Aðalbjargar Erlendsdóttur, textílhönnuðar. Kertin fengu synir hennar úr jóladagatölum ömmu sinnar í gegnum tíðina. "Tengdamamma saumaði jóladagatöl handa barnabörnunum jafnóðum og þau fæddust," útskýrir Aðalbjörg. "Síðustu helgina í nóvember kemur öll fjölskyldan saman hjá henni og pakkar inn sælgæti og smádóti í litla pakka til að hengja á dagatalið. Þann 24. desember var hefð fyrir því að börnin fengju lítil kerti úr dagatalinu sem var haldið til haga."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar