Armbandsúr

Morgunblaðið/ÞÖK

Armbandsúr

Kaupa Í körfu

Í litlum kjallara í Þingholtunum í Reykjavík koma þrír félagar nokkuð reglulega saman í frítíma sínum og hanna flott sjálftrekkt gæðaúr, sem nú seljast eins og heitar lummur fyrir svo mikið sem frá 98 þúsundum kr. til 160 þúsund kr. stykkið. Þeim er ætlað að endast mann fram af manni enda fylgir þeim sérhannað plagg, þar sem skrá má ættarsöguna. Fyrstu úrin komu á markaðinn fyrir liðlega ári, en nú hafa nýjar línur bæst við, bæði herra- og dömulínur. MYNDATEXTI: Úrahönnuðirnir - Grímkell Pétur Sigurþórsson, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sigurður Björn Gilbertsson velta vöngum yfir sérhönnuðum úrunum, sem verða gjarnan til við eldhúsborðið, en allir segjast þeir vera með króníska úradellu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar