Hulda Vilhjálmsdóttir

Eyþór Árnason

Hulda Vilhjálmsdóttir

Kaupa Í körfu

Á "Grasrótarsýningu" Nýlistasafnsins eru að þessu sinni verk listmálarans Huldu Vilhjálmsdóttur og vekur sýningin áleitnar spurningar um myndlistarheiminn og um hlutverk og sjálfsmynd safnsins. Markmið Grasrótarsýninganna er að kynna vaxtarsprotana, þá fersku strauma sem finna megi í verkum ungra og "upprennandi" myndlistarmanna. Þar til nú hefur verið um að ræða samsýningar á verkum nýútskrifaðra - og verðandi - listamanna. Það er nýjung að sýna verk eins listamanns sem að auki á nokkurn feril að baki en Hulda útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og hefur verið virk í sýningarhaldi. Á sýningunni getur að líta 74 verk, aðallega málverk, unnin á síðastliðnum 9 árum. MYNDATEXTI: Grasrótin er villt - "Hulda vinnur innan hinnar expressjónísku hefðar og einkennast verk hennar af opinskárri tjáningu tilfinninga og persónulegrar reynslu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar