Vatnsleki hjá Náttúrugripasafni Íslands

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vatnsleki hjá Náttúrugripasafni Íslands

Kaupa Í körfu

MIKILL raki myndaðist í sýningarsölum Náttúrugripasafns Íslands eftir að á þriðja hundrað lítra hitaveituvatns lak á milli hæða í gærmorgun. Að sögn Álfheiðar Ingadóttur, útgáfustjóra hjá NÍ, hefur rakinn að öllum líkindum valdið einhverjum skemmdum á innréttingum en ekki er ljóst með fjárhagslegt tjón. Hún hafði einnig nokkrar áhyggjur af eintaki af geirfuglinum. "Hann er ekki varðveittur við raka- og hitastýrðar aðstæður eins og þarf að vera og í raun ekki forsvaranlegt að geyma 186 ára ham við þessar aðstæður," segir Álfheiður en hamur geirfuglsins er einn af fáum sem eftir eru í heiminum og verður vart metinn til fjár. MYNDATEXTI: Hreinsað til - Menn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hreinsuðu upp hitaveituvatnið en óljóst er með skemmdir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar