Bryndís Baldursdóttir

Sverrir Vilhelmsson

Bryndís Baldursdóttir

Kaupa Í körfu

Að sigrast á sjálfum sér er alltaf stórkostleg tilfinning. Og þessi tilfinning margfaldast eftir því sem þrautin er erfiðari. Að koma í mark í sínu fyrsta maraþoni er til dæmis æðislegt fyrir svona venjulega manneskju eins og mig, sem hef alltaf verið léleg í íþróttum og byrjaði ekki að hlaupa fyrr en árið 2000, en þá hljóp ég 200 metra og sprakk," segir Bryndís Baldursdóttir sem ætlar að verða fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í þrekrauninni miklu sem gengur undir nafninu Ironman eða Járnkarlinn og fer Evrópumeistaramótið fram næsta sumar. MYNDATEXTI: Sundæfing - Bryndís skellir á sig sundgleraugunum og býr sig undir að synda fjóra kílómetra. Keppni í Ironman gengur eingöngu út á þol.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar