Byggð í Kópavogi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Byggð í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Kópavogur | Samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir miklum rekstrarafgangi þrátt fyrir að framundan sé mesta framkvæmdaár í sögu Kópavogs, að sögn Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Íbúum Kópavogs hefur fjölgað um nær 1.200 manns á líðandi ári og eru þeir nú tæplega 28.000. Gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi um 4% á næsta ári og verði hátt í 29.000 í árslok 2007. MYNDATEXTI: Vöxtur - Ný íbúðahverfi hafa sprottið upp í Vatnsenda í Kópavogi og eru frekari landakaup þar fyrirhuguð til að tryggja framtíðarbyggingarland bæjarins og áframhaldandi vöxt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar