Kárahnjúkavirkjun

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

Í GÆR var orkusviði Landsvirkjunar afhent fyrsta fullbúna mannvirki Kárahnjúkavirkjunar. Það er þjónustuhús við rætur Valþjófsstaðarfjalls í Fljótsdal, en stöðvarhús virkjunarinnar er inni í fjallinu. Í húsinu verður vinnuaðstaða fyrir starfsmenn stöðvarinnar og íbúðir, mötuneyti, verkstæði og stjórnherbergi þaðan sem er miðstjórn allrar virkjunarinnar og lokuvirkja Fljótsdalsstöðvar, en henni verður þó jafnan fjarstýrt frá Reykjavík. Guðmundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun, sagði í samtali við Morgunblaðið í Fljótsdalsstöð í gær að tíu fastir starfsmenn yrðu við stöðina. MYNDATEXTI: Áfangi - Guðmundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Kárahnjúkavirkjunar, sýnir hið nýja þjónustuhús.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar