Icelandair Group Holding

Sverrir Vilhelmsson

Icelandair Group Holding

Kaupa Í körfu

HLUTABRÉF Icelandair Group Holding voru skráð á aðallista Kauphallar Íslands í gær. Heildarviðskipti með bréf félagsins í gær námu um 1,2 milljörðum króna að markaðsvirði. Segja má að félagið sé aftur komið á markað, því forveri þess, Flugleiðir hf., var skráð í Kauphöllinni árið 1992. Í útboði á hlutabréfum í félaginu, sem fram fór 27. nóvember til 4. desember, var gengi bréfanna 27,0 krónur á hlut. Fyrstu viðskiptin í gær fóru fram á genginu 27,8 krónur, gengið fór hæst í 28,0 krónur en lokagengið í gær var 27,6 krónur. Heildarhlutafé Icelandair Group er einn milljarður króna. Markaðsvirði félagsins við lok viðskipta í gær var því 27,6 milljarðar króna. MYNDATEXTI: Skráning - Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallar, Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guðmundsson og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar