Jón Óskar - Gallerí 101 sýning

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Jón Óskar - Gallerí 101 sýning

Kaupa Í körfu

Í GALLERÍI 101 má sjá um þessar mundir veggi þakta stórum teikningum eftir listamanninn Jón Óskar. Jón Óskar er vel þekktur í íslenskum myndlistarheimi en hann hefur verið iðinn við listsköpun og sýningarhald heima sem erlendis allt frá því hann kom frá námi í New York og tengdi sig "nýja málverkinu" á níunda áratugnum. Jón Óskar var tilnefndur til Carnegie-verðlaunanna á síðasta ári fyrir málverk sín, sem einkennast af dimmri og margslunginni myndsýn, útfærðri með einstöku næmi í efnismeðferð, sem gæða verkin lífrænni áferð. MYNDATEXTI: Áhugaverð - Gagnrýnandi segir verk Jóns Óskars óvenju áhugaverð en framsetningu þeirra bera vott um ákveðið hirðuleysi eða tómlæti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar