Baldurshagi og Myllan

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Baldurshagi og Myllan

Kaupa Í körfu

ÍBÚAR "tvíburaturnanna", Baldurshaga og Myllunnar, neðst við Þórunnarstræti, fengu afhenta lykla að íbúðum sínum í gær. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, t.v., dró nöfn þeirra fyrstu; Knúts Otterstedt og Harriet Margareta Otterstedt. Sigurður Sigurðsson, forstjóri SS Byggis, sem byggði húsin, er til hægri. Framkvæmdir hófust sumarið 2005 og hefur vinna við hverja íbúð tekið 14,2 daga að meðaltali að sögn Sigurðar. Það var arkitektastofan Kollgáta sem hannaði húsin. 40 íbúðir eru í húsinu og fyrsta fólkið flutti inn strax í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar