Ljósið

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ljósið

Kaupa Í körfu

Tindrandi silfurmunum sem nú gefur að líta á sölusýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur er ætlað að styrkja krabbameinssjúka fjárhagslega. Stærsti hluti gripanna er handverk krabbameinsgreindra einstaklinga. Sýningin er til styrktar Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. "Við erum með mjög mikla starfsemi alla virka daga og erum með opið frá átta til fjögur," segir Arnhildur S. Magnúsdóttir hjá Ljósinu. "Við erum til dæmis með leirlistarkennslu, handverkshús þar sem m.a. er verið að þæfa ull, silkimálun, mósaík og tréútskurð svo eitthvað sé nefnt. Eins erum við með sjálfstyrkingarnámskeið, jóga, gönguhóp, svæðanudd og ýmiskonar fræðslu." MYNDATEXTI Ljósið Arnhildur er meðal þeirra sem sýna silfurmuni í Ráðhúsi Reykjavíkur um þessar mundir en andvirði gripanna rennur til Ljóssins. .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar