Jólaföt

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Jólaföt

Kaupa Í körfu

Jólahaldi fylgja skemmtanir, matarveislur og allskyns hittingur. Þá er gaman að bregða sér í fagra flík sem getur svo sannarlega sett punktinn yfir hátíðarskapið. Fyrir smáfólkið er mikilvægt að fatnaðurinn sé þægilegur því þannig er hægt að vera áfram maður sjálfur, frjálslegur, lifandi og njóta þessara gleðistunda óþvingaður. Ekki er verra ef hægt er að nota flíkina eftir að jólahaldi lýkur, fram eftir ári, í afmælum og öðrum skemmtilegheitum. Verslanir eru sneisafullar af dýrindis klæðum en það fer hver að verða síðastur því þau rjúka út þessa síðustu daga fyrir jól MYNDATEXTI Þægileg föt og falleg Bryndís Inga fékk sín föt í De Pareil au Mème. Pilsið og blússan kosta 2.990 kr. hvort. Máni Freyr klæðist fötum úr Hnokkum og hnátum. Bolurinn er á 2.900 kr., vestið 5.890 kr. og buxurnar 5.990 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar