Sindri Freysson

Sindri Freysson

Kaupa Í körfu

Rithöfundurinn Sindri Freysson var að senda frá sér ljóðabókina (M)orð & myndir. Þetta er fyrsta ljóðabók Sindra í sjö ár en síðasta ljóðabók hans Harði kjarninn (njósnir um eigið líf), var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2000. "(M)orð & myndir er þriðja ljóðabók mín og á milli þeirra allra hafa liðið sjö ár, einhverra hluta vegna. Elstu ljóðin í (M)orðum & myndum eru að vísu líklegast tíu ára gömul. Það eru hins vegar fimm eða sex ár síðan ég fór að móta með mér hugmyndir um ljóðabók sem væri þemaverk, reist á tilteknum grunni, og ósjálfrátt beindust augun að dauðanum. MYNDATEXTI: Hugleiðing - "Dauðinn er orðinn umsvifamikill atvinnurekandi, veltan óskiljanleg og arðurinn himinhrópandi."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar