Samgönguráðuneytið

Samgönguráðuneytið

Kaupa Í körfu

Samgönguráðherra ætlar að fá óháðan aðila til að skoða starfsumhverfi íslenskra flugumferðarstjóra og segist ráðherra vonast til þess að starfsemi flugumferðarsviðs verði með eðlilegum hætti þar til úttektin hefur farið fram. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist efast um að útspil ráðherra leysi þann vanda sem nýlegt vaktakerfi hafi skapað, en kerfið hefur valdið því að flugumferðarstjórar virðast mun tregari en áður til að taka að sér aukavaktir vegna veikinda. Það verði þó hver og einn flugumferðarstjóri að gera upp við sjálfan sig hvort hann taki að sér meiri aukavinnu á næstunni en verið hefur. MYNDATEXTI: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra (t.v.) og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri funduðu með fulltrúum Félags íslenskra flugumferðarstjóra, þeim Stefáni Mikaelssyni, Lofti Jóhannssyni og Halldóru Klöru Valdimarsdóttur, í gærmorgun um þá stöðu sem upp er komin í málefnum flugumferðarstjóra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar