Héraðsdómur Reykjavíkur - Baugsmál

Brynjar Gauti

Héraðsdómur Reykjavíkur - Baugsmál

Kaupa Í körfu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og Jón H.B. Snorrason yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm einstaklinga sem tengdir eru Baugi. Dómurinn féllst ekki á að allir starfsmenn embættisins ættu að víkja sæti og var þeirri kröfu hafnað, auk þess sem rannsóknin var ekki úrskurðuð ólögmæt en það höfðu verjendur fimmmenninganna farið fram á. MYNDATEXTI: Beðið úrskurðar - Verjendur voru rólegir að sjá í sal 101 í héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag þegar beðið var úrskurðar í máli fimm einstaklinga, sem tengdir eru Baugi, gegn ríkislögreglustjóra. F.v. Gestur Jónsson, Kristín Edwald, Þórunn Guðmundsdóttir, Jakob R. Möller og Einar Þór Sverrison.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar