Norðmenn skoða aðstæður á Keflavíkurflugvelli

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Norðmenn skoða aðstæður á Keflavíkurflugvelli

Kaupa Í körfu

FULLTRÚAR norskra stjórnvalda skoðuðu í gær aðstöðuna, sem mun standa öðrum NATO-ríkjum til boða á fyrirhuguðu öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli. Síðasti fulltrúi bandaríska hersins hér á landi, Randy Wiers, tengslafulltrúi við bandaríska sendiráðið, sýndi þeim tóm flugskýli og íbúðir, sem hugsanlega geta nýtzt áhöfnum flugvéla, sem hingað koma til heræfinga eða eftirlitsferða. MYNDATEXTI: Þotuhreiður- Kåre Aas, sem fór fyrir norsku sendinefndinni, Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Jo Gade hershöfðingi í norska landgönguliðinu og Randy Wiers tengslafulltrúi skoða flugskýlið, þar sem F-16 orrustuþotur bandaríska flughersins voru áður geymdar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar