Stóra-Laxá ryður sig

Sigurður Sigmundsson

Stóra-Laxá ryður sig

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var óneitanlega tilkomumikil sjón þegar Stóra-Laxá ruddi sig með miklum látum í gær. Miklar frosthörkur hafa ríkt í uppsveitum Suðurlands að undanförnu þannig að allflestar ár voru lagðar 30–40 cm þykkum ís. Aukin hlýindi að undanförnu samfara óhemjumiklu slagveðri höfðu þau áhrif að árnar sprengdu af sér ísinn með miklum látum svo krapahellur og íshröngl flaut fram. Þess má geta að Stóra-Laxá rennur um 86 km frá upptökum og út í sjó. Samkvæmt upplýsingum heimamanna þykir ekki ólíklegt að ísstykki finnist langt uppi á árbökkum á morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar