Hestar í sjálfheldu

Ragnar Axelsson

Hestar í sjálfheldu

Kaupa Í körfu

"ÉG fæ ekki skilið hvernig í ósköpunum ég komst alveg heill út úr þessu," segir Jón Sverrir Sigtryggsson sem lenti í miklum hrakningum í gærdag þegar bifreið hans hafnaði ofan í Djúpadalsá í Eyjafjarðarsveit. Jóni tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum, upp á land og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri...130 hross í sjálfheldu Ekki aðeins flæddi fyrir norðan, því fyrir sunnan lentu um 130 hross í sjálfheldu vegna vatnavaxta í Hvítá og Stóru- og Litlu-Laxá. Björgunarsveitin í Hrunamannahreppi var kölluð út fyrir hádegi í gær og naut hún aðstoðar sveitarinnar á Laugarvatni. MYNDATEXTI: Björgun - Um 130 hrossum var bjargað úr sjálfheldu vegna flóða í Hvítá og Stóru- og Litlu Laxá í gærdag. Björgunarsveitarmenn á gúmmíbátum ráku hestana á sund og beindu þeim á þurrt land.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar