Undirskrift vegna varðskips
Kaupa Í körfu
SKRIFAÐ var undir samning um smíði nýs varðskips í Þjóðmenningarhúsinu í gær, en skipið verður smíðað í Chile og verður um fjögur þúsund brúttótonn að stærð, þrefalt burðarmeira en þau varðskip sem fyrir eru. Fullbúið kostar skipið tæpar 30 milljónir evra eða um 2,7 milljarða króna og gert er ráð fyrir að það verði afhent eftir hálft þriðja ár eða á miðju ári 2009. Skipið verður smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Chile, en það er ríkisfyrirtæki sem sinnir viðhaldi og nýsmíði fyrir flota og á almennum skipasmíðamarkaði. MYNDATEXTI: Varðskip - Samninginn um smíðina undirrituðu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Árni Mathiessen, fjármálaráðherra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, annars vegar og Carlos Fanta de La Vega, aðmíráll og forstjóri skipasmíðastöðvarinnar hins vegar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir