Wilson Muuga strandaði við Sandgerði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Wilson Muuga strandaði við Sandgerði

Kaupa Í körfu

FORSTJÓRI Umhverfisstofnunar metur mengunarhættu frá flutningaskipinu Wilson Muuga á þann veg, að skipið geti farið illa með þeim afleiðingum að olía leki úr því. "Hvort það verður meiriháttar umhverfisslys fer eftir veðuraðstæðum og hvernig olían berst út úr skipinu," sagði Davíð Egilson forstjóri UST á blaðamannafundi í gær. Meginhættan stafar nú frá olíu í botntönkum skipsins en í þeim eru 70 tonn af olíu. Botntankarnir hafa þegar rifnað en sjór sem flæðir inn í þá heldur olíunni uppi og hefur hingað til hindrað hana í að leka út. Þá eru 50 tonn af olíu í hliðartönkum ofar í skipinu og loks eru 17 tonn af dísilolíu á enn öðrum tönkum. MYNDATEXTI: Viðbrögð - Flutningaskipið Wilson Muuga strandaði við Sandgerði aðfaranótt þriðjudags og í gær var hugað að björgunaraðgerðum. Meðal annars var lagður vegur niður í fjöru og skoðað hvernig dæla mætti olíu úr skipinu en hvassviðri, vaxandi straumur og skammdegi vinna gegn björgunarstörfum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar