Wilson Muuga strandaði við Sandgerði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Wilson Muuga strandaði við Sandgerði

Kaupa Í körfu

SKÖMMU eftir hádegið í gær flugu tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar með menn út í flutningaskipið Wilson Muuga. Þeir könnuðu aðstæður og komust meðal annars að því að olía lekur ekki úr skipinu þrátt fyrir að botntankar þess séu rifnir. Í botntönkunum eru 70 tonn af svartolíu en ofar í skipinu eru 50 tonn. Sjór lyftir olíunni í botntönkunum sem gerir það að verkum að hún hefur enn ekki lekið út.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar