Aurskriða í Eyjafjarðarsveit
Kaupa Í körfu
NGAN sakaði en mikið eignatjón varð á bænum Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit í gær þegar aurskriður ruddu burt útihúsi og bragga og skemmdu íbúðarhúsið töluvert. Þá varð mjög mikið tjón á mannvirkjum Djúpadalsárvirkjunar þegar stór stífla brast og mildi þykir að ekki fór verr er bíll lenti í flóðbylgjunni úr ánni. Rúmlega tugur kálfa drapst í útihúsi í Grænuhlíð og aflífa varð nokkra til viðbótar. Óskar Kristjánsson, bóndi í Grænuhlíð, vaknaði um það bil 20 mínútum yfir sex í gærmorgun. Hann tók skömmu síðar eftir því að smávegis vatn hafði lekið inn í forstofuna þeim megin í húsinu sem veit að fjallinu, og þegar hann leit út blasti við honum aurskriða úr Hólafjalli sem staðnæmst hafði rétt við íbúðarhúsið. MYNDATEXTI: Mikið starf - Aurinn úr skriðunni náði töluvert upp á hliðar íbúðarhússins og drullan var mikil. Fjöldi fólks vann að því að hreinsa innan úr húsinu og næsta nágrenni, bæði með handaflinu einu og stórvirkum vinnuvélum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir