Vatnselgur á Akureyri
Kaupa Í körfu
"ÉG HEFÐI gjarnan viljað undirbúa jólin með börnunum en þetta gerðist og þá verður bara að taka því. Og jólin koma þrátt fyrir allt og verða hátíðleg," sagði Halla Tuliníus, íbúi við Grenilund á Akureyri við Morgunblaðið síðdegis í gær en töluverðar skemmdir urðu á neðri hæð parhúss hennar og Guðjóns Ingva Geirmundssonar í fyrrinótt, þegar vatn flæddi þar inn. Mikill snjór hefur verið á Akureyri undanfarið en þegar skyndilega hlýnaði og hellirigndi að auki hafði holræsakerfi bæjarins ekki undan og víða var vatnselgur. Loka þurfti einstaka götu, Hlíðarbraut rofnaði til að mynda en verst var ástandið við Grenilund ofarlega á Brekkunni, og þar flæddi mikið inn í þrjú hús. MYNDATEXTI: Nóg að gera - Margir hjálpuðust að við að bjarga verðmætum og ausa vatni í kjallara hússins við Grenilund 17 hjá Höllu og Guðjóni Ingva, m.a ættingjar og vinir. Myndin er tekin um klukkan eitt aðfararnótt miðvikudagsins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir