Blaðagámar

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Blaðagámar

Kaupa Í körfu

DAGBLÖÐ eru um 27% alls sorps í heimilistunnum á höfuðborgarsvæðinu. Um 63% dagblaða fara í almennt sorp og um 37% er skilað á grenndar- og endurvinnslustöðvar. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála á umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir að sorphirða Reykjavíkurborgar safni um 27.000 tonnum af blönduðu heimilissorpi á ári og þar af séu um 7.300 tonn af dagblöðum. MYNDATEXTI: Endurvinnsla- Aðeins 37% dagblaða koma í grenndar- og endurvinnslustöðvar en um 7.300 tonn af þeim eru í árlegu heimilissorpi Reykvíkinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar