Vinkonur í jólaösinni

Vinkonur í jólaösinni

Kaupa Í körfu

SÍÐASTA laugardag fyrir jól er jafnan afar mikið að gera í verslunum og þar sem þorláksmessu ber nú upp á laugardag búast kaupmenn við óvenju annasömum degi. Raunar hefur komið fram sú skoðun að óumflýjanlegt sé að nýtt Íslandsmet í smásöluverslun verði sett á morgun. Kaupmenn og verslunarstjórar sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru allir afar ánægðir með viðskiptin, hvort sem þeir stunduðu viðskipti við Laugaveg, í Kringlunni eða Smáralind. Kosturinn við að gera innkaupin á Laugaveginum er auðvitað sá að menn fá frískt loft milli búðarferða en eins og tíðin hefur verið er líklega réttast að klæða sig vel. Alveg eins og þessar stúlkur gerðu í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar