Wilson Muuga strandar við Sandgerði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Wilson Muuga strandar við Sandgerði

Kaupa Í körfu

MIKILVÆGUM áfanga var náð við skipsflak Wilson Muuga í gær þegar tókst í fyrsta skipti að dæla nokkru magni af svartolíu úr botntönkum skipsins upp í síðutanka, þaðan sem á að dæla olíunni á land um leið og færi gefst. Gottskálk Friðgeirsson, verkefnastjóri við björgun olíunnar, sagði að nú væri athugunum lokið og sjálfar framkvæmdirnar hafnar. Auk þess kom í ljós að botntankar skipsins eru ekki rifnir eins og Umhverfisstofnun taldi áður. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sjö manns um borð í skipið um hádegið í gær, þar af þrjá starfsmenn Vélsmiðjunnar Framtaks, einn lögreglumann, tvo björgunarsveitarmenn og einn sérfræðing. Unnið var um borð fram til klukkan rúmlega 15. MYNDATEXTI: Björgunaraðgerðir - Unnið var um borð í Wilson Muuga til klukkan rúmlega þrjú í gærdag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar