Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

alsvert hefur verið rætt um að nýir möguleikar muni opnast fyrir stangveiðimenn við virkjun Jökulsár á Dal við Kárahnjúka. Áin minnkar verulega og jökulleirinn hverfur að mestu. Litlum sögum fer af veiðum á svæðinu til þessa, þó dæmi séu um að lax og göngusilungur hafi veiðst í ósum bergvatnsáa og lækja sem renna í fljótið. Nú hefur veiðifélagið Strengir, undir forystu Þrastar Elliðasonar, gert samning við Veiðifélag Jöklu, um að taka þátt í að kortleggja veiðimöguleikana og rækta svæðið upp í samræmi við getu þess. MYNDATEXTI: Sjóbirtingur - Kristinn Á. Ingólfsson með vænan sjóbirting úr Tungufljóti í Skaftártungum. SVFR hefur framlengt samninginn um þessa vinsælu á.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar