Gæslan sækir björgunarsveitarmenn í flutningaskipið

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gæslan sækir björgunarsveitarmenn í flutningaskipið

Kaupa Í körfu

SÉRSTÖKU björgunarteymi manna tókst að dæla nokkru magni svartolíu úr botntönkum Wilson Muuga í gær og þótti það mikilvægur áfangi. Í ljós hefur einnig komið að botntankarnir eru ekki rifnir eins og óttast hafði verið. Morgunblaðið fékk að fara með er þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sjö manns um borð í Wilson Muuga í gær til vinnu þar og er myndin tekin yfir skipinu. Að sögn Gottskálks Friðgeirssonar, verkefnisstjóra við björgun olíunnar, er athugunum á skipinu nú lokið og framkvæmdir hafnar. Olíubrák sem sást í kringum skipið er nú talin hafa verið þunnfljótandi gasolía sem er ekki eins slæm fyrir umhverfið og svartolían.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar