Skötuveisla í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal

Halldór Sveinbjörnsson

Skötuveisla í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal

Kaupa Í körfu

"SKATAN hefur sjaldan verið betri og stemmningin í salnum var frábær," segir Gestur Guðjónsson, yfirmaður þjónustustöðvar Jarðborana, en undanfarin ár hafa starfsmenn fyrirtækisins eldað skötu og borðað saman í vélasal fyrirtækisins á Eirhöfða í Reykjavík. Gestur segir að upphaflega hafi hugmyndin verið sú að starfsmenn þjónustudeildar elduðu skötu fyrir sig en aðrir hafi slegist í hópinn og stöðugt hafi fjölgað í hópnum. "Nú mættu rúmlega 80 manns," segir hann um hádegisveisluna í gær. ..Forskot tekið á skötusæluna á Ísafirði Reikna má með að nokkuð margir hafi snætt skötu og meðlæti í gær. Til dæmis var hefðbundin gómrömm skötuveisla Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal haldin í gær á síðasta vinnudegi fyrir jól. MYNDATEXTI: Góð veisla - Í Hraðfrystihúsinu- Gunnvör hf. í Hnífsdal var haldin skötuveisla í gær, á síðasta vinnudegi fyrir jól.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar