Skötuveisla hjá Jarðborunum

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Skötuveisla hjá Jarðborunum

Kaupa Í körfu

SKATAN hefur sjaldan verið betri og stemmningin í salnum var frábær," segir Gestur Guðjónsson, yfirmaður þjónustustöðvar Jarðborana, en undanfarin ár hafa starfsmenn fyrirtækisins eldað skötu og borðað saman í vélasal fyrirtækisins á Eirhöfða í Reykjavík. Gestur segir að upphaflega hafi hugmyndin verið sú að starfsmenn þjónustudeildar elduðu skötu fyrir sig en aðrir hafi slegist í hópinn og stöðugt hafi fjölgað í hópnum. "Nú mættu rúmlega 80 manns," segir hann um hádegisveisluna í gær. Að sögn Gests skapast alltaf sérstök stemmning í skötuveislunni í vélasalnum. "Við þrífum salinn hátt og lágt, leigjum borð og stóla og byrjum að elda upp úr hálf tíu um morguninn," segir hann. MYNDATEXTI: Skata - Guðmundur Þór Guðbrandsson og Gestur Guðjónsson bera fram veislumatinn í vélasal Jarðborana og stemningin þótti frábær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar