Brúin yfir Djúpadalsá

Skapti Hallgrímsson

Brúin yfir Djúpadalsá

Kaupa Í körfu

ENGAN sakaði en mikið eignatjón varð á bænum Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit í gær þegar aurskriður ruddu burt útihúsi og bragga og skemmdu íbúðarhúsið töluvert. Þá varð mjög mikið tjón á mannvirkjum Djúpadalsárvirkjunar þegar stór stífla brast og mildi þykir að ekki fór verr er bíll lenti í flóðbylgjunni úr ánni. Rúmlega tugur kálfa drapst í útihúsi í Grænuhlíð og aflífa varð nokkra til viðbótar. ...Laust fyrir klukkan ellefu fyrir hádegi brast svo jarðvegsstífla við uppistöðulón ofan við rafstöð í Djúpadal. Vatn flæddi úr lóninu, yfir virkjunina og áleiðis niður að Eyjafjarðará. Flóðið rauf veginn beggja vegna við brú á Eyjafjarðarbraut yfir Djúpadalsá. Einnig rofnaði vegurinn báðum megin við brú sem er yfir Djúpadalsá að bænum Völlum.rétt við íbúðarhúsið. MYNDATEXTI: Vegurinn hvarf - Vatnselgurinn í Djúpadalsá rauf veginn báðum megin við brúna á Eyjafjarðarbraut. Það var þarna sem bíllinn lenti í ánni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar