Helgileikur í Grensáskirkju

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Helgileikur í Grensáskirkju

Kaupa Í körfu

Hátíðleiki sveif yfir vötnum í Grensáskirkju þegar yngstu börnin í Hvassaleitisskóla áttu þar jólastund ásamt kennurum sínum og prestum kirkjunnar. Eftir að viðstaddir höfðu sungið vísurnar um kertin á aðventukransinum fluttu börn í fjórða bekk skólafélögum sínum sögu jólanna með helgileik og var ekki annað að sjá en að þar væru þrautþjálfaðir leikarar á ferð, hvort heldur þeir birtust í líki vitringa, fjárhirða, engla eða hermanna. Þarna mátti sjá þau Maríu og Jósef, Ágústínus keisara, erkiengilinn Gabríel, kallara, sögumenn og svo mætti lengi telja. MYNDATEXTI: Óttist eigi - Fjárhirðarnir urðu hræddir þegar engill Drottins birtist þeim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar