Steypuvinna í Kópavogi

Ragnar Axelsson

Steypuvinna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Verktakar á suðvesturhorni landsins geta ekki kvartað í blíðunni sem nú er þessa síðustu daga ársins þar sem hitinn hefur farið allt upp undir tíu gráður. Þeir ættu að geta nýtt vel dagana milli jóla og nýárs til framkvæmda, líkt og þessir byggingaverkamenn í Kópavogi sem unnu að steypuvinnu í góða veðrinu. Reyndar er ekki óalgengt að verktakar gefi starfsmönnum sínum frí yfir hátíðirnar, enda annasamur tími að baki í miðri þenslu efnahagslífsins. Samkvæmt veðurspám er ekki útlit fyrir frost á næstunni og því ætti að viðra vel til steypuvinnu og annarra verka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar