Minningarsjóður Karls Sighvatssonar

Minningarsjóður Karls Sighvatssonar

Kaupa Í körfu

SIGRÚN Magna Þórsteinsdóttir hlaut í gær árlegan styrk sem veittur er úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns. Þetta er í 15. skipti sem veitt er úr sjóðnum en hann var stofnaður árið 1991 skömmu eftir að Karl lést í bílslysi við Hellisheiði. Bróðir hans, Sigurjón Sighvatsson, afhenti Sigrúnu styrkinn ásamt Hauki Guðlaugssyni, formanni úthlutunarnefndar sjóðsins. Sigrún Magna er Þingeyingur, stúdent frá MA, og stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar hjá Herði Áskelssyni í Tónskóla þjóðkirkjunnar. Hún hefur starfað sem organisti í Breiðholtskirkju og Bessastaðakirkju og stundar nú nám við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar