Flugeldamarkaður Landsbjargar

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Flugeldamarkaður Landsbjargar

Kaupa Í körfu

"STÓRU skotterturnar eru það vinsælasta um þessar mundir og stórar rakettur virðast vera komnar í tísku," segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, en sölustaðir flugelda opna flestir fyrir hádegi. "Íslendingar fá seint leið á að skjóta upp flugeldum, ég held að það sé á hreinu." Telja má líklegt að á milli 500 og 600 tonn af flugeldum séu flutt inn til landsins fyrir áramótin og er Landsbjörg með um helming af því magni. Samkeppni hefur sett svip sinn á markaðinn og segir Jón Ingi að björgunarsveitirnar finni fyrir henni. MYNDATEXTI: Gera klárt - Þorvaldur Örn Finnsson og Hjörtur Már Helgason, sjálfboðaliðar hjá flugeldamarkaði Landsbjargar, unnu hörðum höndum við að undirbúa opnun flugeldasölu þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar